Gróttustúlkur eru komnar í undanúrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, eftir magnaðan sigur, 23-19, á Fram í kvöld.
Grótta var skrefi á undan allan leikinn og leiddi í hálfleik, 13-8.
Landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir fór fremst í flokki í liði Gróttu sem heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í kvennaboltanum í vetur.
Grótta-Fram 23-19
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 6, Anett Köbli 4, Lene Burmo 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Tinna Laxdal 2, Lovísa Thomson 1.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Hafdís Iura 1.
