Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2014 08:30 Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81 Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30