Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2014 08:30 Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81 Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30