Á kostnað annarra Gauti Skúlason skrifar 9. febrúar 2014 22:34 Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun