María Rún á íþróttastyrk til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2014 09:00 María Rún við keppni í langstökki á Vormóti ÍR í fyrra. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Frjálsar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira