Handbolti

Róbert: Makedónarnir eru svolitlir fautar

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Það gekk brösuglega hjá íslensku línumönnunum í fyrstu leikjum EM. Þeir fengu lítið boltann og þar af leiðandi voru mörkin af skornum skammti. Það gekk þó betur í síðasta leik en þá skoraði Róbert Gunnarsson fimm mörk og Kári Kristján eitt.

„Ég veit ekki hverju er um að kenna. Hvort við séum ekki nógu góðir eða að vörnin sé svona hrikalega góð hjá hinum. Það eru margir þættir í þessu,“ segir Róbert.

„Það gekk betur gegn Austurríki. Þá náðum við að hreyfa þá meira til og í kjölfarið losnaði meira um mig. Það er gaman að það hafi gengið.

„Ég var ekkert ósáttur við okkar sóknarleik í Álaborg þó svo ég hafi ekki verið mikið í boltanum. Þá var ég að vinna mína vinnu öðruvísi. Við vorum alltaf að fá færi og skora þannig að þetta var í lagi.“

Makedónarnir eru eins og mörg önnur lið með stóra og þunga leikmenn.

„Þetta eru alltaf átakaleikir. Þeir eru svolitlir fautar og við verðum að spila okkar leik. Við verðum að keyra í bakið á þeim ef þeir spila hægt.“

Viðtalið við Róbert í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×