Handbolti

Strákarnir á leikjanámskeiði hjá Erlingi | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Strákarnir í stuði í dag.
Strákarnir í stuði í dag. vísir/daníel
Æfing íslenska landsliðsins í dag var ekki alveg eins og allar hinar á EM í Danmörku. Það var ákveðið að létta stemninguna og heppnaðist það með afbrigðum vel.

Erlingur Richardsson, aðstoðarþjálfari og myndbandsmaður, sá um að létta stemninguna. Hann byrjaði á léttum teygjum og henti svo upp í leik sem sést helst í leikfimi eða leikjanámskeiði hjá ungum krökkum.

Menn verða seint of gamlir til þess að fíflast og tóku strákarnir virkan þátt. Það var mikið hlegið út alla æfinguna og virkilega góður andi sveif yfir vötnum.

Arnór Atlason náði að gera meira en síðustu daga og er aðeins að koma til. Þórir er í fínu standi og bakið á Vigni virðist halda ágætlega.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði fjörið á æfingunni í dag og má sjá þær myndir hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×