Wyszomirski sá um Svíana | Frakkland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2014 20:53 Ótrúleg frammistaða Piotr Wyszomirski fer í sögubækurnar. Vísir/AFP Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina. EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41
Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46