Handbolti

Engir Íslendingar á listanum yfir föstustu skotin á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíinn Johan Jakobsson lætur hér eina bombu vaða í leik á móti Rússum.
Svíinn Johan Jakobsson lætur hér eina bombu vaða í leik á móti Rússum. Mynd/AFP
Mótshaldarar á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku hafa mælt skothörku leikmanna á mótinu en þau skot sem enda í markinu eru hraðamæld. Engir íslenskir leikmenn ætla að blanda sér í baráttunni um skotfastasta leikmann mótsins.

Jyllandsposten tók saman topp tuttugu listann yfir föstustu skotin á Evrópumótinu til þessa og þar er enginn íslenskur leikmaður sjáanlegur. Aron Pálmarsson náði fastasta skotinu þegar hann skot hans á móti Ungverjum þandi netmöskvana á 105 kílómetrahraða á klukkustund.

Svíinn Johan Jakobsson og Króatinn Stipe Mandalinic hafa náð föstustu skotunum til þessa en eitt skot frá hvorum þandi netmöskvana á 113 kílómetrahraða.

Fastasta skot dönsku stórskyttunnar Mikkel Hansen mældist á 109 kílómetrahraða en hann er hinsvegar sá eini sem á fjögur skot inn á þessum topp tuttugu lista.



20 föstustu skotin á EM í Danmörku:

1. 113 km/klst

Johan Jakobsson, Svíþjóð

Stipe Mandalinic, Króatíu

3. 112 km/klst

Sergej Shelmenko, Rússlandi

Pavel Atman, Rússlandi

5. 111 km/klst

Kornel Nagy, Ungverjalandi

Max Herrmann, Austurríki

7. 110 km/klst

Przemyzlaw Krajewski, Póllandi

8. 109 km/klst

Piotr Chrapkowski, Póllandi

Kristian Kjelling, Noregi

Mikkel Hansen, Danmörku

Mikkel Hansen,, Danmörku

Marko Vujin, Serbíu

Matthieu Grebille, Frakklandi

14. 108 km/klst

Mads Mensah Larsen, Danmörku

Nikola Karabatic, Frakklandi

Kim Ekdahl Du Rietz, Svíþjóð

Mikkel Hansen, Danmörku

Gabor Anscin, Ungverjalandi

Lukas Karlsson, Svíþjóð

20. 107 km/klst

Mikkel Hansen, Danmörku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×