Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfaði íslenska handboltalandsliðið sem sigraði Dani í Randers 1980 með 18 mörkum gegn 15. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Dönum í Danmörku.
Guðjón Guðmundsson ræddi við Jóhann Inga eftir að Spánverjar höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum og í leiðinni gert vonir Íslendinga um að komast þangað að engu. Jóhann Ingi segir að Íslendingar elski að vinna Dani. Hann hefur hrifist af íslenska liðinu í keppninni og segir að ef honum hefði verið boðið 5. sætið áður en mótið hófst hefði hann tekið því.
Hann segir danska liðið sterkara, þar sé valinn maður í hverju rúmi. „0kkar strákar hafa komið á óvart, og því ekki að vinna Dani í kvöld?“
"Íslendingar elska að vinna Dani“
Arnar Björnsson skrifar
Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


