Hafdís setti sitt fyrsta Íslandsmet í flokki fullorðinna í sumar er hún tvíbætti metið í langstökki kvenna. Þá setti hún einnig Íslandsmet í 60m og 300m hlaupi í sumar. Hún er sexfaldur Íslandsmeistari kvenna í spretthlaupum og langstökki innan og utanhúss á árinu 2013.
Hún sigraði í öllum hlaupum sem hún tók þátt í hér heima sumarið 2013 og er stigahæsta kona í spretthlaupum á árinu í 100 metra hlaupi á 11,88 sekúndum, 200m hlaupi á 23,81 sekúndu og 400 metra hlaupi á 54,03 sekúndum.

Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar varð annar í kjörinu og Ingvar Þór Jónsson frá Skautafélagi Akureyrar varð þriðji.
Hafdís, ásamt öðrum verðlaunahöfum og tilnefndum íþróttamönnum, var leyst út með gjöfum frá Ferðaskrifstofu Akureyrar, Flugfélagi Íslands, Sportveri, Bjarti-Veröld bókaforlagi og Sölku bókaforlagi.