Litlar líkur á Óskarsjafntefli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 16:02 12 Years a Slave og Gravity eru meðal þeirra níu kvikmynda sem tilnefndar eru í flokki bestu myndar. Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira