Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik þegar að Ísland vann Pólland, 28-27, í leik um fimmta sætið á EM í Danmörku. Aron Rafn varði ellefu skot í síðari hálfleik og var hlutfallsmarkvarsla hans 50 prósent þá.
„Það var æðislegt að vinna þennan leik. við vorum kannski ekki nógu vel stemmdir fyrir leikinn og vorum því lengi í gang en það var svo mjög ánægjulegt að vinna,“ sagði Aron Rafn í viðtali á Rúv. Hann varði frá Bartlomiej Jaszka á lokasekúndunum sem tryggði íslenskan sigur.
„Pólverjarnir virkuðu þreyttir undir lokin og voru farnir að taka sénsa í síðustu sóknunum. Það er víst líka þreytandi að skjóta á markið þegar markvörðurinn ver alltaf - mér skilst það,“ sagði hann og brosti.
„Það var afar ánægjulegt að ná fimmta sætinu. Það voru ekki miklar væntingar gerðar til liðsins heima þó svo að þær hafi aðeins aukist eftir æfingamótið í Þýskalandi. Maður vill auðvitað alltaf enda ofar en í fimmta sæti en þetta var flott.“
Aron Rafn: Þeir virkuðu þreyttir

Tengdar fréttir

Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik.

Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið
Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum.

Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka.