„Wild Boys“ opinbera kylfuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. janúar 2014 08:00 Það var engin tilviljun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í viðtal hjá Bloomberg á fimmtudag sl. til að segja að engar viðræður væru eða yrðu á dagskrá við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta var í raun óvitlaus taktík ráðherrans því ríkisstjórnin er löngu búin að opinbera „kylfuna“ frægu úr kosningabaráttunni. Bankaskatturinn er kylfan. 0,376 prósenta skattur á skuldir fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækja í slitameðferð, sem síðasta ríkisstjórn taldi óraunhæft skattandlag, er aðferðafræði ríkisstjórnarinnar til að knýja fram „högg“ hjá kröfuhöfum föllnu bankanna. Þessu 80 milljarða króna höggi er síðan ætlað að greiða fyrir niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum. Gjaldeyrishöft verða aldrei afnumin nema eigendur þrotabúa Kaupþings og Glitnis, þ.e kröfuhafarnir, taki á sig myndarlega niðurfærslu á krónueignum sínum sem hlaupa á hundruðum milljarða og ógna fjármálastöðugleika í landinu. Þetta er hið eiginlega og raunverulega „högg.“ Bankaskatturinn er útspil sem löggjafinn getur horfið frá hvenær sem er. Hinn 17. janúar var Barry Russell, lögmaður hjá Bingham McCutchen stofunni sem er ráðgjafi kröfuhafa föllnu bankanna, í viðtali við Reuters þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi varðandi nauðasamninga bankanna. Russell er einn af ráðgjöfum kröfuhafaráða bæði Kaupþings og Glitnis. Í sama viðtali gagnrýndi Matt Hinds, fjármálaráðgjafi hjá Talbot Hughes McKillop tómlæti stjórnvalda. "We have had no feedback from the other side yet," sagði hann, en Hinds vinnur fyrir kröfuhafaráð Glitnis. Það var skynsamlegt hjá forsætisráðherra að segja við Bloomberg: Það er ekkert að semja um. Og tímasetningin á viðtalinu var engin tilviljun. Þannig er boltinn í raun hjá kröfuhöfum. Fyrr í haust gerði slitastjórn Glitnis tvívegis heiðarlegar tilraunir til þess að koma nauðasamningum bankans í gegn. Í bæði skiptin voru viðbrögð Seðlabankans, sem lögum samkvæmt á að gæta að fjármálastöðugleika á Íslandi, á þá lund að ekki væri um eiginlegar viðræður að ræða heldur þyrftu þrotabú bankanna að senda umsóknir um undanþágur sem uppfylltu skilyrði laga um gjaldeyrismál. Svör forsætisráðherra hjá Bloomberg eru efnislega sama sinnis. Ekki séu eiginlegar viðræður í gangi við kröfuhafa föllnu bankanna og slíkar viðræður séu ekki á dagskrá. Þetta er bara samningatækni. Forsætisráðherrann er að reyna að þrýsta kröfuhöfunum að samningaborðinu hjá Seðlabankanum með því að segja að það standi ekki til að ræða við þá. Þannig skildi sá sem þetta ritar viðtalið. Frumkvæði að högginu þurfi að koma þaðan, frá þrotabúunum og kröfuhafaráðunum. Þá verði aldrei hægt að segja að stjórnvöld hafi þrýst þeim í höggið sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka. Fordæmi um beina aðkomu stjórnvalda liggja fyrir sem hafa verið öðrum ríkjum víti til varnaðar, t.d í Argentínu. Þess vegna skiptir mjög miklu máli hver bein aðkoma stjórnvalda er að slíkum viðræðum, m.a. vegna álitaefna um bótaskyldu. Staðan er viðkvæm og hana þarf að meðhöndla eftir því. Ekki er ósennilegt að fjármálaráðherra hafi bak við luktar dyr komist að slíkri niðurstöðu enda var hann í lögmennsku áður en hann settist á þing fyrir rúmum áratug og kom að samningagerð fyrir íslensk stórfyrirtæki.Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vita að þeir geta alltaf lagt það til innan sinna þingflokka að afnema löggjöf um bankaskattinn ef aðrar fjármögnunarleiðir eru fastar í hendi. Þeir geta m.ö.o hvílt kylfuna ef önnur betri býðst. Það er skynsamlegt að reyna að virkja sköpunargleði kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings um aðferðir til að hleypa nauðasamningum og þar með krónueignum í gegn. Slíkri sköpunargleði er ekki til að dreifa hjá slitastjórnum bankanna. Að minnsta kosti ekki Kaupþings sem ekki hefur gert tilraunir, sem opinberlega er vitað um, til að fá Seðlabankann til að samþykkja nauðasamninga. Báðar slitastjórnirnar hafa setið að kjötkötlunum frá hruni og á sama tíma fengið í gegn umdeildar lagabreytingar til að framlengja uppgjör þrotabúanna. Tenging hagsmuna einstaklinganna sem stýra þrotabúunum við slíkar breytingar er augljós því þeir geta rukkað áfram á kostnað kröfuhafanna. Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis þurfa að fara að útskýra fyrir kröfuhöfum að þessir nauðasamningar fara ekki í gegn fyrr en þeir afskrifa krónueignirnar, en rætt hefur verið um allt að 75 prósenta niðurfærslu í þeim efnum. Þannig að boltinn er alltaf hjá þrotabúunum, ekki stjórnvöldum. Að því leyti er stöðumat fjármálaráðherra og forsætisráðherra rétt. Og á meðan sitja kröfuhafarnir fastir inni í höftum og slitastjórnirnar geta rukkað þá áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í viðtal hjá Bloomberg á fimmtudag sl. til að segja að engar viðræður væru eða yrðu á dagskrá við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta var í raun óvitlaus taktík ráðherrans því ríkisstjórnin er löngu búin að opinbera „kylfuna“ frægu úr kosningabaráttunni. Bankaskatturinn er kylfan. 0,376 prósenta skattur á skuldir fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækja í slitameðferð, sem síðasta ríkisstjórn taldi óraunhæft skattandlag, er aðferðafræði ríkisstjórnarinnar til að knýja fram „högg“ hjá kröfuhöfum föllnu bankanna. Þessu 80 milljarða króna höggi er síðan ætlað að greiða fyrir niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum. Gjaldeyrishöft verða aldrei afnumin nema eigendur þrotabúa Kaupþings og Glitnis, þ.e kröfuhafarnir, taki á sig myndarlega niðurfærslu á krónueignum sínum sem hlaupa á hundruðum milljarða og ógna fjármálastöðugleika í landinu. Þetta er hið eiginlega og raunverulega „högg.“ Bankaskatturinn er útspil sem löggjafinn getur horfið frá hvenær sem er. Hinn 17. janúar var Barry Russell, lögmaður hjá Bingham McCutchen stofunni sem er ráðgjafi kröfuhafa föllnu bankanna, í viðtali við Reuters þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi varðandi nauðasamninga bankanna. Russell er einn af ráðgjöfum kröfuhafaráða bæði Kaupþings og Glitnis. Í sama viðtali gagnrýndi Matt Hinds, fjármálaráðgjafi hjá Talbot Hughes McKillop tómlæti stjórnvalda. "We have had no feedback from the other side yet," sagði hann, en Hinds vinnur fyrir kröfuhafaráð Glitnis. Það var skynsamlegt hjá forsætisráðherra að segja við Bloomberg: Það er ekkert að semja um. Og tímasetningin á viðtalinu var engin tilviljun. Þannig er boltinn í raun hjá kröfuhöfum. Fyrr í haust gerði slitastjórn Glitnis tvívegis heiðarlegar tilraunir til þess að koma nauðasamningum bankans í gegn. Í bæði skiptin voru viðbrögð Seðlabankans, sem lögum samkvæmt á að gæta að fjármálastöðugleika á Íslandi, á þá lund að ekki væri um eiginlegar viðræður að ræða heldur þyrftu þrotabú bankanna að senda umsóknir um undanþágur sem uppfylltu skilyrði laga um gjaldeyrismál. Svör forsætisráðherra hjá Bloomberg eru efnislega sama sinnis. Ekki séu eiginlegar viðræður í gangi við kröfuhafa föllnu bankanna og slíkar viðræður séu ekki á dagskrá. Þetta er bara samningatækni. Forsætisráðherrann er að reyna að þrýsta kröfuhöfunum að samningaborðinu hjá Seðlabankanum með því að segja að það standi ekki til að ræða við þá. Þannig skildi sá sem þetta ritar viðtalið. Frumkvæði að högginu þurfi að koma þaðan, frá þrotabúunum og kröfuhafaráðunum. Þá verði aldrei hægt að segja að stjórnvöld hafi þrýst þeim í höggið sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka. Fordæmi um beina aðkomu stjórnvalda liggja fyrir sem hafa verið öðrum ríkjum víti til varnaðar, t.d í Argentínu. Þess vegna skiptir mjög miklu máli hver bein aðkoma stjórnvalda er að slíkum viðræðum, m.a. vegna álitaefna um bótaskyldu. Staðan er viðkvæm og hana þarf að meðhöndla eftir því. Ekki er ósennilegt að fjármálaráðherra hafi bak við luktar dyr komist að slíkri niðurstöðu enda var hann í lögmennsku áður en hann settist á þing fyrir rúmum áratug og kom að samningagerð fyrir íslensk stórfyrirtæki.Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vita að þeir geta alltaf lagt það til innan sinna þingflokka að afnema löggjöf um bankaskattinn ef aðrar fjármögnunarleiðir eru fastar í hendi. Þeir geta m.ö.o hvílt kylfuna ef önnur betri býðst. Það er skynsamlegt að reyna að virkja sköpunargleði kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings um aðferðir til að hleypa nauðasamningum og þar með krónueignum í gegn. Slíkri sköpunargleði er ekki til að dreifa hjá slitastjórnum bankanna. Að minnsta kosti ekki Kaupþings sem ekki hefur gert tilraunir, sem opinberlega er vitað um, til að fá Seðlabankann til að samþykkja nauðasamninga. Báðar slitastjórnirnar hafa setið að kjötkötlunum frá hruni og á sama tíma fengið í gegn umdeildar lagabreytingar til að framlengja uppgjör þrotabúanna. Tenging hagsmuna einstaklinganna sem stýra þrotabúunum við slíkar breytingar er augljós því þeir geta rukkað áfram á kostnað kröfuhafanna. Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis þurfa að fara að útskýra fyrir kröfuhöfum að þessir nauðasamningar fara ekki í gegn fyrr en þeir afskrifa krónueignirnar, en rætt hefur verið um allt að 75 prósenta niðurfærslu í þeim efnum. Þannig að boltinn er alltaf hjá þrotabúunum, ekki stjórnvöldum. Að því leyti er stöðumat fjármálaráðherra og forsætisráðherra rétt. Og á meðan sitja kröfuhafarnir fastir inni í höftum og slitastjórnirnar geta rukkað þá áfram.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun