Báðu Sigga Hlö um The Wild Boys í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum 11. maí 2013 19:29 Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö kom óvænt inni í fréttir dagsins þegar hann hringdi í þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í beinni útsendingu í þætti sínum „Veistu hver ég var?“ síðdegis í dag. Það hefur verið ómissandi hluti af þættinum að hringja í hressa Íslendinga í sumarbústöðum en í þetta skiptið hringdi útvarpsmaðurinn síhressi í stjórnmálaleiðtogana sem kappkosta við að mynda ríkisstjórn í sumarbústað á Þingvöllum. Það var Bjarni sjálfur sem svaraði símanum en Siggi vildi meina að hann ætti einhvern þátt í því að þeir félagarnir væru að funda í sumarbústað en ekki einhversstaðar annarsstaðar. Bjarni neitaði því ekki. Spurður hvernig stemmningin væri svaraði Bjarni að hún væri góð og að útvarpsmaðurinn knái hefði létt þeim stundina á milli erfiðra samningalota. „En hvernig er stemmarinn í viðræðunum?“ spurði Siggi svo eiturhress. Bjarni spurði þá á móti: „Ertu að bíða eftir hópöskrinu?“ Siggi svaraði játandi og mátti heyra Bjarna semja örstuttu um málið við þá sem hann var með. Mátti svo heyra kröftugt gleðiöskur. Ekki er vitað hver átti það öskur. Aðspurður sagðist Bjarni ekki hafa farið í pottinn enn þá en það væri búið að grilla nokkra hamborgar og lambasteik. Þá hafa formennirnir farið í göngutúra, fjallgöngu og bakað vöfflur með rjóma og tilheyrandi. En svo fór Siggi inni á jarðsprengjusvæði þegar hann spurði Bjarna með hvaða liði hann héldi í ensku deildinni. Bjarni sagði það vera Manchester United. Mátti þá heyra hneykslunaróp í Sigmundi. Kom í ljós að Sigmundur heldur með Liverpool. „Ég vissi þetta ekki um Bjarna,“ bætti hann við í örstuttu samtali við Sigga. Málið var drepið niður hið fyrsta. Siggi bjargaði sér fyrir horn, og líklega samningaviðræðunum einnig, þegar hann spurði félagana hvaða óskalag þeir vildu. Kom þá í ljós að þeir höfðu rætt það mál ítarlega. „Við erum búnir að fara yfir þetta fram og til baka,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það var spurning að fá Men at work en við enduðum á því að velja lag með einni af frægustu hljómsveitum heims, en það er lagið Wild Boys,“ sagði Bjarni en lagið er með Duran Duran. Siggi taldi annarri spurningu svarað þarna, að Bjarni væri greinilega meiri Duran maður en Wham. Bjarni svaraði þá: „Ég var nú fyrst og fremst U2 maður.“ Hægt er að hlusta á óborganlegt viðtal Sigga við stjórnmálaleiðtogana hér fyrir ofan.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira