Fótbolti

Alfreð og Emil skoruðu báðir í 3-1 tapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir umspilsleikina gegn Króatíu í nóvember.
Alfreð Finnbogason á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir umspilsleikina gegn Króatíu í nóvember. Vísir/Vilhelm
Mörk frá íslenskum landsliðsmönnum dugðu skammt í ítalska og hollenska fótboltanum í dag.

Emil Hallfreðsson skoraði með föstu skoti utan teigs þegar Hellas Verona tapaði 3-1 á heimavelli gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hafnfirðingurinn jafnaði metin í 1-1 á 49. mínútu. Gervinho og varamaðurinn Francesco Totti tryggðu hins vegar að stigin þrjú fóru til höfuðborgarliðsins.

Alfreð Finnbogason skoraði sitt 19. mark í deildinni þegar hann minnkaði muninn í 3-1 undir lokin gegn Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni.

Tap Heerenveen var nokkuð óvænt enda liðið í 5. sæti deildarinnar á meðan Cambuur er í miklu basli á botinum. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði ekki með NEC Nijmegen vegna meiðsla í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Vitesse frá Arnheim.

Þá spiluðu Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson með AZ Alkmaar í gærkvöldi er liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×