Þessi frábæra mynd er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin, og fékk tvenn Golden Globe-verðlaun fyrir besta leikarann í aðalhlutverki og besta leikarann í aukahlutverki.
Um miðjan níunda áratuginn fær kvennaljóminn og rafvirkinn Ron Woodroof þau hörmulegu tíðindi að hann sé með alnæmi og eigi bara þrjátíu daga eftir ólifaða. Hann stelur AZT-lyfjum í von um að þau vinni bug á sjúkdómnum, en meðferðin ber engan árangur. Hann ákveður því að leita óhefðbundinna lækninga og smyglar ósamþykktum lyfjum til Bandaríkjanna. Hann slæst í hópinn með öðrum alnæmissjúklingi, Rayon, og hefst handa við að selja lyfin til vaxandi fjölda fólks sem getur ekki beðið eftir að heilbrigðisyfiröld komi því til bjargar.