Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá strákunum okkar sem mæta Ungverjum á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik verður sæti Íslands í milliriðlakeppninni tryggt.Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, sem missti af öllum undirbúningnum fyrir mótið vegna meiðsla átti stórleik og skoraði níu mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti svo stórbrotinn síðari hálfleik og skoraði sex mörk.Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, var valinn maður leiksins en hann varði fimmtán skot í leiknum - mörg þeirra úr dauðafærum Norðmanna. Varnarleikur Íslands átti einnig þátt í máli en hann var á köflum gríðarlega öflugur í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik.Magnus Dahl átti stórleik í marki Norðmanna og hélt sínum mönnum inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Engu að síður voru strákarnir okkar með undirtökin strax frá fyrstu mínútu og munaði mestu um frábæra byrjun en Ísland var með 8-2 forystu eftir tíu mínútna leik. Ísland varð þó fyrir áfalli í leiknum því að Aron Pálmarsson sneri sig á ökkla snemma í leiknum. Hann var þá búinn að skora tvö mörk en kom ekki meira við sögu þrátt fyrir að hafa fengið meðhöndlun sjúkraþjálfara á bekknum. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Ísland náði að vinna sannfærandi sigur á góðu liði Noregs án eins okkar besta leikmanns. Fjölmargir leikmenn stigu upp í leiknum og var í raun sama hvaða leikmenn komu inn á. Rúnar Kárason skoraði fjögur góð mörk og Arnór spilaði vel eftir að Aron meiddist. Þetta var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og óhætt að segja að allir leikmenn Íslands hafi átt góðan dag. EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá strákunum okkar sem mæta Ungverjum á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik verður sæti Íslands í milliriðlakeppninni tryggt.Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, sem missti af öllum undirbúningnum fyrir mótið vegna meiðsla átti stórleik og skoraði níu mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti svo stórbrotinn síðari hálfleik og skoraði sex mörk.Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, var valinn maður leiksins en hann varði fimmtán skot í leiknum - mörg þeirra úr dauðafærum Norðmanna. Varnarleikur Íslands átti einnig þátt í máli en hann var á köflum gríðarlega öflugur í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik.Magnus Dahl átti stórleik í marki Norðmanna og hélt sínum mönnum inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Engu að síður voru strákarnir okkar með undirtökin strax frá fyrstu mínútu og munaði mestu um frábæra byrjun en Ísland var með 8-2 forystu eftir tíu mínútna leik. Ísland varð þó fyrir áfalli í leiknum því að Aron Pálmarsson sneri sig á ökkla snemma í leiknum. Hann var þá búinn að skora tvö mörk en kom ekki meira við sögu þrátt fyrir að hafa fengið meðhöndlun sjúkraþjálfara á bekknum. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Ísland náði að vinna sannfærandi sigur á góðu liði Noregs án eins okkar besta leikmanns. Fjölmargir leikmenn stigu upp í leiknum og var í raun sama hvaða leikmenn komu inn á. Rúnar Kárason skoraði fjögur góð mörk og Arnór spilaði vel eftir að Aron meiddist. Þetta var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og óhætt að segja að allir leikmenn Íslands hafi átt góðan dag.
EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira