Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Draumabyrjun strákanna í Álaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá strákunum okkar sem mæta Ungverjum á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik verður sæti Íslands í milliriðlakeppninni tryggt.Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, sem missti af öllum undirbúningnum fyrir mótið vegna meiðsla átti stórleik og skoraði níu mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti svo stórbrotinn síðari hálfleik og skoraði sex mörk.Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, var valinn maður leiksins en hann varði fimmtán skot í leiknum - mörg þeirra úr dauðafærum Norðmanna. Varnarleikur Íslands átti einnig þátt í máli en hann var á köflum gríðarlega öflugur í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik.Magnus Dahl átti stórleik í marki Norðmanna og hélt sínum mönnum inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Engu að síður voru strákarnir okkar með undirtökin strax frá fyrstu mínútu og munaði mestu um frábæra byrjun en Ísland var með 8-2 forystu eftir tíu mínútna leik. Ísland varð þó fyrir áfalli í leiknum því að Aron Pálmarsson sneri sig á ökkla snemma í leiknum. Hann var þá búinn að skora tvö mörk en kom ekki meira við sögu þrátt fyrir að hafa fengið meðhöndlun sjúkraþjálfara á bekknum. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Ísland náði að vinna sannfærandi sigur á góðu liði Noregs án eins okkar besta leikmanns. Fjölmargir leikmenn stigu upp í leiknum og var í raun sama hvaða leikmenn komu inn á. Rúnar Kárason skoraði fjögur góð mörk og Arnór spilaði vel eftir að Aron meiddist. Þetta var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og óhætt að segja að allir leikmenn Íslands hafi átt góðan dag. EM 2014 karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira
Ísland vann gríðarlega mikilvægan sigur á Noregi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Strákarnir okkar gáfu tóninn með ótrúlegum upphafsmínútum. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá strákunum okkar sem mæta Ungverjum á þriðjudaginn. Með sigri í þeim leik verður sæti Íslands í milliriðlakeppninni tryggt.Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, sem missti af öllum undirbúningnum fyrir mótið vegna meiðsla átti stórleik og skoraði níu mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti svo stórbrotinn síðari hálfleik og skoraði sex mörk.Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, var valinn maður leiksins en hann varði fimmtán skot í leiknum - mörg þeirra úr dauðafærum Norðmanna. Varnarleikur Íslands átti einnig þátt í máli en hann var á köflum gríðarlega öflugur í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik.Magnus Dahl átti stórleik í marki Norðmanna og hélt sínum mönnum inni í leiknum fram á lokamínúturnar. Engu að síður voru strákarnir okkar með undirtökin strax frá fyrstu mínútu og munaði mestu um frábæra byrjun en Ísland var með 8-2 forystu eftir tíu mínútna leik. Ísland varð þó fyrir áfalli í leiknum því að Aron Pálmarsson sneri sig á ökkla snemma í leiknum. Hann var þá búinn að skora tvö mörk en kom ekki meira við sögu þrátt fyrir að hafa fengið meðhöndlun sjúkraþjálfara á bekknum. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Ísland náði að vinna sannfærandi sigur á góðu liði Noregs án eins okkar besta leikmanns. Fjölmargir leikmenn stigu upp í leiknum og var í raun sama hvaða leikmenn komu inn á. Rúnar Kárason skoraði fjögur góð mörk og Arnór spilaði vel eftir að Aron meiddist. Þetta var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og óhætt að segja að allir leikmenn Íslands hafi átt góðan dag.
EM 2014 karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira