Handbolti

Kjelling er klár í slaginn

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Kristian Kjelling.
Kristian Kjelling. nordicphotos/afp
Það er mikill styrkur fyrir Norðmenn að þeirra helsta stjarna, Kristian Kjelling, er búinn að jafna sig af meiðslum og ætti að geta beitt sér að fullu.

"Það er gott að vera kominn aftur í hópinn. Ég saknaði þess að vera með landsliðinu," sagði Kjelling en íslenska liðið þarf að hafa sérstaklega góðar gætur á honum á morgun.

Hann hefur engu að síður verið í smá vandræðum með að finna sitt gamla form. Hann klúðraði sex skotum í röð gegn Frökkum á æfingamóti um síðustu helgi.

"Það var ekki nógu gott og gerist sjaldan hjá mér. Ég get enn bætt mig og svo þarf ég að venjast því að spila með nýjum mönnum í sókninni en ég var vanur því að hafa Borge Lund við hliðina á mér."

Íslenska liðið er nú á æfingu í keppnishöllinni og Vísir mun flytja fréttir af gangi mála og birta viðtöl síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×