Handbolti

Myndasyrpa frá æfingu landsliðsins í Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Aron Pálmarsson horfir til himins.
Aron Pálmarsson horfir til himins. mynd/daníel
Strákarnir okkar komu til Álaborgar í gærkvöldi og æfðu í keppnishöllinni, Gigantium, í dag. Það verður eina æfing liðsins fyrir leikinn gegn Norðmönnum sem hefst klukkan 15.00 á morgun.

Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Þórir Ólafsson og Aron Pálmarsson gátu allir æft af krafti og allir leikmenn liðsins eru því klárir í slaginn á morgun.

Það var vel tekið á og einbeitingin greinilega í lagi hjá strákunum. Þeir verða að vera klárir því þeir munu nánast leika á útivelli á morgun enda munu flestir í húsinu styðja Norðmenn.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir af æfingunni og þær má sjá hér að ofan.

Leikur Íslands og Noregs verður í beinni textalýsingu á Vísi.

mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×