Hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson hefur, líkt og fleiri í landsliðinu, verið að glíma við meiðsli en er orðinn heill heilsu og spilar í dag.
"Það er fín staða á mér. Hef fengið fína meðhöndlun og er klár í slaginn. Þegar leikur byrjar er maður 100 prósent en svo þarf að laga mann aðeins á milli leikja," sagði Selfyssingurinn léttur.
"Ég held að það muni ekki trufla okkur neitt þó svo það verði fleiri að styðja þá en okkur í þessum leik. Við erum flestir vanir því að spila í ýmsum aðstæðum. Við erum því hvergi smeykir."
Þórir segir erfitt að spá í hvernig liðinu muni ganga á mótinu.
"Það er mikil reynsla í þessu liði þó svo það hafi verið einhver meiðsli. Við erum með unga og hungraða stráka sem ætla að sanna sig. Við förum í hvern leik til þess að sigra og sjáum svo hvað við förum langt.
Viðtalið við Þóri má sjá í heild sinni hér að ofan.
