Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 800 m hlaupi í síum aldursflokki á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára.
Aníta kom í mark á 2:05,68 mínútum sem er nokkuð frá Íslandsmeti hennar í greininni. Hún mun á morgun keppa í 200 m hlaupi.
Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 60 m hlaupi 18-19 ára en hann var aðeins 0,02 sekúndum á undan Jóhanni Birni Sigurbjörnssyni. Ívar Kristinn Jasonarson sigraði í 20-22 ára á 7,14 sekúndum.
Kolbeinn Höður keppti einnig í 400 m hlaupi og vann sigur á 49,72 sekúndum.
