Það er heldur betur farið að styttast í stórleikinn gegn Noregi. Íslenskir áhorfendur í Álaborg eru byrjaður að hita upp og voru í banastuði er Vísir leit við í Íslendingapartíið.
Það var haldið á háskólasvæðinu sem er ekki fjarri Gigantium-höllinni þar sem leikurinn fer fram. Vísir tók létt spjall við félagana Gísla, Hafstein, Ólaf og Einar og þeir lofa því að láta vel í sér heyra á leiknum á eftir.
Veitir ekki af þar sem Íslendingar verða í miklum minnihluta í höllinni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Guðjón Guðmundsson mun svo lýsa leiknum beint á Bylgjunni.
Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
Stuð hjá Íslendingunum í Álaborg
Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn