Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt hvernig undankeppni HM 2015 í Katar verður háttað.
Heimsmeistarar Spánverjar eru vitanlega öruggir með sæti í keppninni en þar að auki munu þrjú efstu liðin á EM í Danmörku fá þátttökurétt á HM í Katar.
Í vor taka svo átján lið þátt í umspili um níu laus sæti til viðbótar í keppninni. Þeim verður skipt í tvo styrkleikaflokka.
Í efri flokknum eru þau níu lið sem ekki fengu beinan þátttökurétt á HM í Katar. Þrjú neðstu liðin á EM fara svo í neðri styrkleikaflokkinn ásamt Þýskalandi og þeim fimm liðum sem unnu sína riðla í forkeppni HM sem nú stendur yfir.
Dregið verður í undankeppnina sunnudaginn 26. janúar næstkomandi, sama dag og úrslitaleikurinn á EM fer fram. Í umspilinu dragast tvö lið saman og verður leikið heima og að heiman, væntanlega í byrjun júní.
Svona kemst Ísland á HM í Katar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti


Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti



Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


