Handbolti

Flott stemning í Gigantium | Myndasyrpa

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Þessi voru hress og ætla að styðja Ísland alla leið.
Þessi voru hress og ætla að styðja Ísland alla leið. mynd/daníel
Gigantium-höllin glæsilega í Álaborg iðar nú af lífi enda innan við klukkutími í fyrsta leik B-riðils á EM. Það er að sjálfsögðu leikur Íslands og Noregs.

Norðmenn eru búnir að kaupa flesta miðana en það verður engu að síður fullt af Íslendingum á staðnum.

Gigantium stendur undir nafni því hér er handboltasalur, risastór íshokkýhöll og svo annað svell í fullri stærð en ekki með neinni stúku. Svo er hér innisundlaug með rennibraut og stökkpöllum. Hérna kemur fólk því til þess að gera ýmislegt.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti á stemninguna og tók myndir af gestum og gangandi. Myndirnar má sjá allar hér að ofan og einnig nokkrar hér neðar.

Þessi í miðjunni bað að heilsa gömlu landsliðskempunni Steinari Birgissyni.mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel
mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×