Innlent

Hellisheiði lokuð og víða ófært

Elimar Hauksson skrifar
Búið er að loka þjóðvegi eitt frá Markarfljóti austur að Vík en þar er mikil hálka og hviður upp í 50 metra á sekúndu hafa verið á svæðinu.
Búið er að loka þjóðvegi eitt frá Markarfljóti austur að Vík en þar er mikil hálka og hviður upp í 50 metra á sekúndu hafa verið á svæðinu. Mynd/Pjetur
Lokað er yfir bæði Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli um óákveðinn tíma vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þá er búið að loka þjóðvegi eitt frá Markarfljóti austur að Vík en þar er mikil hálka og hviður upp í 50 metra á sekúndu hafa verið á svæðinu.

Hálka eða snjóþekja er nú á flestum vegum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð við Gjábakka og á nokkrum sveitavegum. Hálka og skafrenningur er við Kjalarnes.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka og mjög víða skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Klettshálsi og Mikladal en þungfært og skafrenningur er á Hálfdán.

Veðrið sunnanlands nær hámarki nú undir kvöld en tekur að draga úr vindi hægt og bítandi eftir klukkan 22 til 23. Vegagerðin hvetur ferðalanga til að kynna sér aðstæður, bæði veðurspá og færð, áður en lagt er af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×