Snorri: Við erum með betra lið en Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 12. janúar 2014 17:41 Snorri stýrði leik Íslands eins og herforingi líkt og venjulega. mynd/daníel Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. "Það er alltaf gríðarlega mikilvægt að byrja stórmót vel. Við þekkjum báðar hliðarnar á þeim peningi. Þessum leik var stillt upp sem ákveðnum úrslitaleik en auðvitað stendur mótið ekki og fellur með þessum eina leik," sagði Snorri Steinn. "Það gefur okkur mjög mikið að fá tvö stig hérna. Það gefur ákveðna ró, sjálfstraust og meiri trú á verkefnið þó svo það hafi verið fínt fyrir. Þessi sigur sýnir að við nýttum tímann fyrir mótið gríðarlega vel. "Við getum verið ánægðir með þennan leik en nú verðum við að ná okkur niður á jörðina og allt það." Strákarnir voru gríðarlega vel stemmdir fyrir leikinn og hin umtalaða íslenska geðveiki var svo sannarlega til staðar í upphafi leiks. "Það er sjaldan sem það vantar upp á hana. Heilt yfir var þetta virkilega góður leikur. Fyrri hálfleikur var frábær og við hefðum átt að leiða með meiri mun eftir hann. Vörn og sókn var frábær. "Það kom smá hik í byrjun síðari hálfleiks en við héldum þeim alltaf í hæfilegri fjarlægð og þetta var þannig séð aldrei í neinni hættu," segir Snorri en frammistaða liðsins kom honum ekki á óvart. "Ég bar þessi lið saman á pappírunum fyrir leikinn og ég hefði verið gríðarlega vonsvikinn með að tapa þessum leik. Ég get sagt að við erum með betra lið en Norðmenn og við sýndum það í dag." EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var brosmildur er hann hitti blaðamenn eftir leikinn gegn Noregi. Skal engan undra enda frábær sigur hjá íslenska liðinu. "Það er alltaf gríðarlega mikilvægt að byrja stórmót vel. Við þekkjum báðar hliðarnar á þeim peningi. Þessum leik var stillt upp sem ákveðnum úrslitaleik en auðvitað stendur mótið ekki og fellur með þessum eina leik," sagði Snorri Steinn. "Það gefur okkur mjög mikið að fá tvö stig hérna. Það gefur ákveðna ró, sjálfstraust og meiri trú á verkefnið þó svo það hafi verið fínt fyrir. Þessi sigur sýnir að við nýttum tímann fyrir mótið gríðarlega vel. "Við getum verið ánægðir með þennan leik en nú verðum við að ná okkur niður á jörðina og allt það." Strákarnir voru gríðarlega vel stemmdir fyrir leikinn og hin umtalaða íslenska geðveiki var svo sannarlega til staðar í upphafi leiks. "Það er sjaldan sem það vantar upp á hana. Heilt yfir var þetta virkilega góður leikur. Fyrri hálfleikur var frábær og við hefðum átt að leiða með meiri mun eftir hann. Vörn og sókn var frábær. "Það kom smá hik í byrjun síðari hálfleiks en við héldum þeim alltaf í hæfilegri fjarlægð og þetta var þannig séð aldrei í neinni hættu," segir Snorri en frammistaða liðsins kom honum ekki á óvart. "Ég bar þessi lið saman á pappírunum fyrir leikinn og ég hefði verið gríðarlega vonsvikinn með að tapa þessum leik. Ég get sagt að við erum með betra lið en Norðmenn og við sýndum það í dag."
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira