Handbolti

Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Bjarki reynir hér að verjast skoti.
Bjarki reynir hér að verjast skoti. mynd/daníel
Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald.

Bjarki brosti hreinlega allan hringinn eftir leik og duldist engum að honum fannst gaman.

"Þetta var miklu skemmtilegra en ég átti von á. Það er svo sannarlega draumur að rætast hjá mér," sagði Bjarki Már brosmildur.

Hann var ekki stressaður að koma inn á. "Mér leið mjög vel að koma inn á. Vörnin var búin að vera sterk og að vinna vel. Það var því auðvelt að koma inn í þann pakka.

"Sverre og Vignir voru að vinna eins og brjálæðingar. Allir hinir voru að hjálpa til. Bjöggi var svo með stórleik. Þetta var bara frábært."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×