Hjólaði í eigið brúðkaup í austanstormi Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 23:00 Rigning, hálka og austanstormur settu strik í reikninginn en Björn lét það ekki á sig fá. Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar. Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar.
Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira