Arnold Schwarzenegger kemur ekki til með að leika aðalhlutverk í kvikmynd Evu Maríu Daniels, framleiðanda, eins og til stóð. Í hans stað kemur stórleikarinn Bruce Willis, samkvæmt heimasíðu Deadline.com.
Kvikmyndin Captive er sú fyrsta sem Eva María þróar sjálf frá grunni; en hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd.
Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Willis, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga.
Leikstjóri myndarinnar er Simon Brand og annar framleiðandi hennar er Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk.
Eva María skipti Schwarzenegger út
