„Tapið á Ólympíuleikunum situr í mér“ Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 15:00 Félagarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir þegar blaðamaður Vísis ræddi við þá eftir æfingu landsliðsins í gær. „Ungverjaleikurinn leggst vel í mig. Við byrjuðum vel, góð stemning í hópnum og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Snorri en andinn er eðlilega góður í liðinu eftir sigur í fyrsta leik. „Menn eru léttir. Gott að byrja vel og losa smá spennu í okkur.“ Margir af landsliðsmönnunum eru miklir NFL-áhugamenn og þar á meðal eru Snorri og Ásgeir. Þeir horfðu því á NFL-leikina eftir þeir höfðu tekið Norðmenn í gegn. „Ég er mjög ánægður með úrslitin í leikjunum. Núna fáum við Broncos og Patriots. Það verður ekki mikið betra,“ sagði Ásgeir. Báðir léku þeir í tapinu grátlega gegn Ungverjum á ÓL í London. Þeir hafa ekki treyst sér til að horfa á þann leik aftur. „Ég fékk þann heiður að sjá þetta aftur í Áramótaskaupinu. Ég sá þann part en hefði alveg viljað sleppa því,“ sagði Snorri Steinn og Ásgeir bætir við að honum detti ekki í hug að kíkja á leikinn. „Þetta situr í mér. Ég fer ekkert í felur með það. Sigur núna hefnir ekki endilega fyrir þann leik. Sá leikur var þess eðlis að það er erfitt að hefna nema á Ólympíuleikum.“Viðtalið við þá félaga má sjá í heild sinni hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira
Félagarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir þegar blaðamaður Vísis ræddi við þá eftir æfingu landsliðsins í gær. „Ungverjaleikurinn leggst vel í mig. Við byrjuðum vel, góð stemning í hópnum og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Snorri en andinn er eðlilega góður í liðinu eftir sigur í fyrsta leik. „Menn eru léttir. Gott að byrja vel og losa smá spennu í okkur.“ Margir af landsliðsmönnunum eru miklir NFL-áhugamenn og þar á meðal eru Snorri og Ásgeir. Þeir horfðu því á NFL-leikina eftir þeir höfðu tekið Norðmenn í gegn. „Ég er mjög ánægður með úrslitin í leikjunum. Núna fáum við Broncos og Patriots. Það verður ekki mikið betra,“ sagði Ásgeir. Báðir léku þeir í tapinu grátlega gegn Ungverjum á ÓL í London. Þeir hafa ekki treyst sér til að horfa á þann leik aftur. „Ég fékk þann heiður að sjá þetta aftur í Áramótaskaupinu. Ég sá þann part en hefði alveg viljað sleppa því,“ sagði Snorri Steinn og Ásgeir bætir við að honum detti ekki í hug að kíkja á leikinn. „Þetta situr í mér. Ég fer ekkert í felur með það. Sigur núna hefnir ekki endilega fyrir þann leik. Sá leikur var þess eðlis að það er erfitt að hefna nema á Ólympíuleikum.“Viðtalið við þá félaga má sjá í heild sinni hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira