Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er næst markahæsti leikmaður Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku um þessar mundir.
Kiril Lazarov, leikmaður Makedóníu, er markahæstur og hefur hann gert 19 mörk á mótinu en Lazarov skoraði 12 mörk í jafntefli gegn Tékkum í gær.
Guðjón Valur hefur skorað 14 mörk á mótinu og þeir Pavel Horak, frá Tékklandi og Victor Tomas, frá Spáni, hafa báðir gert 13 mörk.
