
Gunnar Steinn: Spánverjar refsa grimmilega

"Ég er grautfúll. Það er hundleiðinlegt að tapa og sérstaklega þegar við vorum komnir í svona góða stöðu í seinni hálfleik. Það má ekki eiga svona langa slæma kafla gegn Spánverjum. Við vissum að þeir refsa grimmilega," sagði Gunnar Steinn.
"Við tókum óskynsamlegar ákvarðnir og þeir rúlla þá yfir okkur. Þetta var ansi dýrt og það er harðbannað að slaka á gegn þessu liði."
Gunnar Steinn hefur átt fínar innkomur í þetta mót en er hæfilega ánægður með sinn leik til þessa.
"Ég klúðraði hraðaupphlaupi og tók lélega ákvörðun á lykiltíma. Þá er maður auðvitað drullufúll. Það er gott að fá þessar mínútur og ég er að kynnast þessu. Þetta er samt allt að koma."
Tengdar fréttir

Guðjón: Erum að spila frábærlega
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð jákvæður eftir tapið gegn Spánverjum enda lék íslenska liðið nokkuð vel og átti í fullu tré við heimsmeistarana nær allan leikinn.

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik
Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.

Ásgeir: Förum með höfuðið hátt í milliriðilinn
Ásgeir Örn Hallgrímsson lét heldur betur til sín taka í leiknum gegn Spánverjum. Skoraði góð mörk og ekki hægt að kvarta yfir hans frammistöðu.

Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir.

Snorri: Ég mun verja frá Mikkel Hansen
"Eins og við var að búast var þetta erfitt. Við erum inn honum lengi og þetta var hörkuleikur. Við komumst í góða stöðu en áttum þá slæman kafla. Svo er hrikalega dýrt að vera manni færri. Þeir kunna að nýta sér það í botn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tapið gegn Spáni.