Handbolti

Rúnar: Ég veit að ég get betur

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Rúnar sækir að marki Spánverja.
Rúnar sækir að marki Spánverja. vísir/daníel
"Við erum að ná að komast fram úr þeim og missum það jafn óðan niður. Ég veit ekki hvað er málið. Hvort það tók svona mikla orku að komast yfir eða hvað," sagði skyttan unga Rúnar Kárason eftir tapið gegn Spáni.

"Mér fannst að við hefðum átt að ganga á lagið er við komumst yfir. Við vorum of rólegir er við komumst yfir og þeir ganga á lagið. Þvinga okkur í erfiðar sendingar og stela honum. Við eigum að vera hreyfanlegri.

"Það er líka hrikalega svekkjandi hvað þeir fá að hnoðast í leiknum. Það fannst mér mjög skrítið. Ég er ekki alveg að finna taktinn með dómurunum í dag. Það er samt ekkki úrslitavaldur í þessum leik og við eigum að gera betur enda fengum við tækifærin."

Rúnar hefur ekki verið alveg nógu ánægður með sinn leik á mótinu og segist eiga meira inni.

"Ég er alls ekki sáttur við minn leik. Það er fínt að skora mörk en ég er að gera of mikið af mistökum. Ég veit að ég get gert betur og þarf að fá að spila til þess að sýna það."


Tengdar fréttir

Guðjón: Erum að spila frábærlega

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð jákvæður eftir tapið gegn Spánverjum enda lék íslenska liðið nokkuð vel og átti í fullu tré við heimsmeistarana nær allan leikinn.

Björgvin Páll: Þeir kunna að vinna svona leiki

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í íslenska markinu en það dugði ekki til.

Aron: Klúðruðum fimm hundrað prósent færum í seinni hálfleik

Íslenska landsliðið tapaði með fimm marka mun á móti heimsmeisturum Spánverja í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta í Danmörku. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson talaði eftir leikinn um dauðafærin sem fóru forgörðum í seinni hálfleiknum.

Snorri: Ég mun verja frá Mikkel Hansen

"Eins og við var að búast var þetta erfitt. Við erum inn honum lengi og þetta var hörkuleikur. Við komumst í góða stöðu en áttum þá slæman kafla. Svo er hrikalega dýrt að vera manni færri. Þeir kunna að nýta sér það í botn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tapið gegn Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×