Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.
Aníta hljóp gríðarlega vel í þessu hlaupi en hlaupið hennar var mjög jafnt og áttu keppinautar hennar ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna.
Aníta kom í mark á 2:01,82 mínútum en hún bætti þarna sitt eigið Íslandsmet innanhúss frá því fyrir ári síðan.
Rose-Anne Galligan frá Írlandi og Aline Krebs frá Þýskalandi voru mættar til að veit henni langþráða keppni í hlaupi í Laugardalshöllinni en þær áttu aldrei möguleika í þessu hlaupi.
Svipmyndir frá hlaupinu má sjá í spilaranum hér að ofan.
