Pólverjar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Hvíta-Rússlandi, 31-30, í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í dag og það þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir.
Það hefur verið mikil dramatík í kringum pólska liðið á Evrópumótinu og hún hélt áfram í dag. Pólland tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum með einu marki en tryggði sig inn í milliriðil með tvö stig eftir að hafa unnið Rússa í lokaleiknum en liðið var fjórum mörkum undir í hálfleik.
Mariusz Jurkiewicz skoraði átta mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið skömmu fyrir leiksins. Patryk Kuchczyński skoraði sex mörk. Siarhei Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk.
Pólverjarnir risu upp frá dauðum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn