Boldsen segir að verði Aron heppinn með meiðsli þá geti hann orðið besti handboltamaður í heimi. Aron hefur reyndar verið óheppin með meiðsli á síðustu mánuðum en hann er bara 23 ára gamall og því nóg eftir.
Joachim Boldsen lék í mörg ár með danska landsliðinu og varð Evrópumeistari með Dönum árið 2008.
Aron Pálmarsson hefur verið að spila meiddur á EM í handbolta og nánast ekkert verið með í tveimur af fjórum leikjum íslenska liðsins.
Aron er engu að síður búinn að skora 20 mörk (úr 33 skotum, 61 prósent) á þeim 115 mínútum sem hann hefur spilað á Evrópumótinu.
Aron Pálmarsson hefur spilað með þýska stórliðinu Kiel frá árinu 2009 og er þegar búinn að vinna ellefu titla með liðinu. Aron var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna 2012, gaf flestar stoðsendingar á HM 2013 og var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir árið 2012.
