Tónlist

Hlustaðu á Beck syngja lag Lennons

John Lennon og Yoko Ono, bæði klædd í hvítt, eftir brúðkaup þeirra í Gibraltar, 20. mars 1969.
John Lennon og Yoko Ono, bæði klædd í hvítt, eftir brúðkaup þeirra í Gibraltar, 20. mars 1969. Getty Images
Tónlistarmaðurinn Beck gaf nýlega út eigin útgáfu af Love, sem John Lennon gerði frægt árið 1970.

Lagið í flutningi Becks er hluti af safndiski sem bandaríska keðjan Starbucks gefur út þann fjórða febrúar næsta, og heitir Sweetheart 2014, en á plötunni er að finna lög eftir Vampire Weekend, The Head and the Heart, Fiona Apple, Jim James og Sharon Jones & The Dap Kings, ásamt laginu sem fylgir fréttinni.

John Lennon gaf lagið fyrst út á plötunni John Lennon/Plastic Ono Band. Lagið Love var svo einnig á The John Lennon Collection, sem gefin var út árið 1982. 







Hér að neðan má svo heyra lagið í flutningi Lennons.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×