Umfjöllun: Ísland - Austurríki 30-22 | Sannfærandi sigur hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 00:01 Úr leiknum í dag. Bjarki Már Elísson og Ólafur Bjarki Ragnarsson í vörninni. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur á Austurríki, 30-22, í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu sem höfðu unnið Þýskaland í fyrsta leik sínum á mótinu. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér að hvíla Aron Pálmarsson sem tryggði íslenska liðinu sigur á Rússum í gærkvöldi. Það voru áfram margir að skila mörkum í sóknarleiknum og varnarleikurinn var mun betri en í leiknum á móti Rússum í gær sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Danmörku. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu allir fjögur mörk. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleiri í leiknum. Tólf íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum og vann liðið á breiddinni en austurríska liðið þreyttist er líða tók á leikinn og náðu varamenn liðsins ekki að setja mark sitt á leikinn líkt og þeir íslensku gerðu. Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í markinu fyrir utan eina sókn þegar Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að standa í markinu. Honum gafst ekki tími til að skipta útaf eftir að hafa verið í sókninni í markmannastreyju þegar Ísland var manni færra. Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni inn til að freista þess að verja víti en Aron Rafn átti góðan leik í markinu fyrir aftan góða vörnina sem náði mun betur saman en í leiknum í gær. Íslenska liðið var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en missti forskotið niður í jafna stöðu, 11-11 fyrir hálfleik. Austurríkismenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleiknum en þá fóru íslensku strákarnir, skoruðu þrjú mörk í röð og voru með frumkvæðið það sem eftir lifði leiks. Íslenska liðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu og verður búið að vinna mótið takist Rússum að vinna Þjóðverja seinna í kvöld. Þetta eru góðar fréttir fyrir Evrópumótið í Danmörku.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur á Austurríki, 30-22, í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu sem höfðu unnið Þýskaland í fyrsta leik sínum á mótinu. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér að hvíla Aron Pálmarsson sem tryggði íslenska liðinu sigur á Rússum í gærkvöldi. Það voru áfram margir að skila mörkum í sóknarleiknum og varnarleikurinn var mun betri en í leiknum á móti Rússum í gær sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Danmörku. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu allir fjögur mörk. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleiri í leiknum. Tólf íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum og vann liðið á breiddinni en austurríska liðið þreyttist er líða tók á leikinn og náðu varamenn liðsins ekki að setja mark sitt á leikinn líkt og þeir íslensku gerðu. Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í markinu fyrir utan eina sókn þegar Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að standa í markinu. Honum gafst ekki tími til að skipta útaf eftir að hafa verið í sókninni í markmannastreyju þegar Ísland var manni færra. Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni inn til að freista þess að verja víti en Aron Rafn átti góðan leik í markinu fyrir aftan góða vörnina sem náði mun betur saman en í leiknum í gær. Íslenska liðið var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en missti forskotið niður í jafna stöðu, 11-11 fyrir hálfleik. Austurríkismenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleiknum en þá fóru íslensku strákarnir, skoruðu þrjú mörk í röð og voru með frumkvæðið það sem eftir lifði leiks. Íslenska liðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu og verður búið að vinna mótið takist Rússum að vinna Þjóðverja seinna í kvöld. Þetta eru góðar fréttir fyrir Evrópumótið í Danmörku.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira