Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 16:30 Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira