Eurovision-lag Ólafs F. Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2014 11:00 Lagið kom fullskapað til Ólafs, en Páll Rósinkrans syngur. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina. Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina.
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira