Hélt að ég stefndi beint í gröfina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 15:45 Brandur tók við styrknum á Kjarvalsstöðum í dag úr hendi Friðriks Pálssonar. Fréttablaðið/GVA „Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira