Um lýðskrumara Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna. Þau geta hvert í sínu lagi, sjálf og ein, án nokkurra afskipta annarra, efnt til viðræðna við vinnuveitendur á sínu starfssvæði, sett fram kröfur um launagreiðslur til félagsmanna sinna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir um hvort ganga skuli til samninga á þeim kjörum, sem þar er fallist á – eða hvort efnt skuli til átaka til þess að félagsmenn sæki fyllri rétt en býðst. Ekkert „yfirvald“, hvorki Alþýðusambandið né Starfsgreinasambandið, getur tekið frá þeim þennan rétt.Í þeirra valdi Forystumenn þessara félaga ákváðu sjálfir að afhenda samningsrétt félaganna í hendur sameiginlegs vettvangs þeirra í Starfsgreinasambandinu. Það gátu þeir gert án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Með sama hætti gátu þessir sömu forystumenn sótt samningsréttinn aftur til Starfsgreinasambandsins hvenær sem þeim svo þóknaðist án þess að sækja til þess leyfi til nokkurs annars aðila en sjálfra sín. Það gátu þeir gert hvenær sem var væru þeir ósáttir við hvert félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu væru að stefna í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Sjálfir áttu þessir forystumenn umræddra félaga sæti í stóru samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sátu í Karphúsinu, vissu nákvæmlega með sama hætti og allir aðrir þar í hvaða niðurstöðu stefndi og gátu hvenær sem var allt þar til búið var að binda niðurstöðuna með undirskriftum tekið samningsrétt félaga sinna úr höndum samninganefndarinnar til þess að gera betur sjálfir.Leiðum lokað Ekkert af þessu gerðu þau. Vilhjálmur Birgisson og þau hin horfðu þvert á móti ekki þegjandi en gersamlega aðgerðarlaus á þegar félagar þeirra í Starfsgreinasambandinu bundu með undirskriftum sínum félög þeirra ásamt öðrum félögum, sem látið höfðu sjálfviljug af hendi samningsréttinn en gátu sótt sér hann aftur hvenær sem var yrði það gert áður en undirskriftirnar voru komnar á pappírinn. Þá fyrst þegar svo var komið voru rekin upp öskur fordæmingar og hneykslunar yfir svikum við verkalýðinn. Þá fyrst, þegar þau höfðu með aðgerðarleysi sínu látið undir höfuð leggjast að sækja aftur til sín samningsumboð félaga sinna og komið þannig í veg fyrir að þau sjálf væru látin sæta ábyrgð gerða sinna og sinna stóru orða. Þá fyrst töldu þau tímann vera orðinn réttan til þess að ráðast að félögum sínum í verkalýðshreyfingunni með svikabrigslum og stóryrðum um eigið göfugt innræti. Þá fyrst, þegar þau höfðu lokað öllum leiðum sjálf til þess að verða látin standa ábyrg eigin orða með eigin verkum.Skrumarar Skrumarar þrífast á því að fá að standa í kastljósi fjölmiðla og fá þar að fara með textann sinn, sem ávallt snýst um eigið ágæti en illan ásetning allra annarra. Þar eru þeir aldrei spurðir gagnrýninna spurninga, enda hafa þeir yfirleitt ekki nokkra getu til þess að svara af skynsömu viti. Ekki nokkra minnstu getu. Miklu verra er þó þegar vitibornir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason fara að gera þeirra málflutning í óskyldustu efnum að sínum. Stundum er það að vísu vegna mismunandi mikið dulinna vörslu eigin hagsmuna. Oftar þó ekki. Oftar bara vegna þess að það er svo auðvelt að smíða sökudólga úr öðru fólki. Svo auðvelt að kynda elda reiðinnar. Svo auðvelt að kynda þá elda – undir öðrum.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun