Gylfi: Þetta snýst ekkert um hver er frekastur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2013 09:00 Gylfi Þór hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Tottenham eftir umspilsleikina á móti Króatíu en það breytist vonandi með nýjum stjóra. Mynd/Arnþór „Ég er í þessu til að byrja en ekki til að koma inn á. Vonandi verður þetta jákvæð breyting,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn og félagar hjá Tottenham Hotspur sáu á eftir stjóra sínum, Portúgalanum Andre Villas-Boas, í vikunni. 5-0 tap fyrir Liverpool á heimavelli var kornið sem fyllti mælinn en liðið hafði áður tapað 6-0 fyrir Manchester City. „Það var komin smá pressa á kallinn strax eftir fyrstu leikina á tímabilinu,“ segir Gylfi. Hann minnir á að þótt liðið hafi verið að ná í þrjú stig hafi sigrarnir margir hverjir verið tæpir. „Svo koma City- og Liverpool-leikirnir. Ég held að þeir hafi klárað dæmið hjá grey kallinum.“ Tim Sherwood, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara Spurs í tíð Villas-Boas, stýrir liðinu þangað til annað breytist. Hann hefur stýrt þremur æfingum í vikunni og er Gylfi ánægður með gang mála. Lagt sé upp með að spila sóknarbolta og pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Tími er til kominn að mati Gylfa. „Við vorum að spila of hægan bolta. Þetta var of mikið dútl,“ segir miðjumaðurinn. Ekki fór vel í fyrsta leik Spurs undir stjórn Sherwoods. Liðið féll úr deildabikarnum gegn West Ham á heimavelli. Hið jákvæða við leikinn var sú staðreynd að Gylfa var falið það hlutverk að taka allar aukaspyrnur og hornspyrnur Spurs í leiknum.Mynd/NordicPhotos/GettySnýst ekki um frekju Sumir hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og sagt Gylfa einfaldlega ekki nógu frekan þegar Andros Townsend, Kyle Walker og aðrir liðsfélagar stíga fram og virðast fá sitt fram. „Þetta snýst ekkert um hver er frekastur,“ segir Gylfi og hlær. „Stjórinn valdi alltaf fyrir leiki hver ætti að taka spyrnurnar. Það er lítið hægt að segja við því.“ Hann vonast samt til að hlutverkið í leiknum gegn West Ham sé vísbending um það sem fram undan sé. Gylfi Þór hefur verið í sérstaklega litlu hlutverki í kjölfar umspilsleikjanna gegn Króatíu. Velta má fyrir sér hvort honum myndi henta að fara til annars liðs á láni. Það reyndist honum vel er hann var úti í kuldanum hjá Hoffenheim í Þýskalandi og var lánaður til Swansea. Þremur mánuðum síðar var Gylfi valinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrstur Íslendinga. „Nei, það gerist nú ekki,“ segir Gylfi og markmiðið er jafnskýrt og áður. Að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Tímabilið hafi byrjað vel. Hann skoraði þrjú mörk í deild og eitt í bikar. „Eftir það fékk ég lítið að spila og það er mjög pirrandi,“ segir Gylfi Þór. Hann segist vera í fínu formi og vonast til að fá að spila meira á miðjunni en ekki úti á vinstri kanti.Tekur á að hanga á kantinum „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef spilað á miðjunni. Það er allt í lagi að leysa af á kantinum í tvo eða þrjá mánuði ef einhver meiðist. En að vera þar í eitt og hálft ár tekur svolítið á,“ segir landsliðsmaðurinn.Mynd/VilhelmÁrið sem senn er á enda hefur verið sérstaklega gæfuríkt fyrir okkar mann. Hann fór mikinn með Tottenham auk þess að fara fyrir karlalandsliðinu sem náði sínum besta árangri. Allt tekur þó enda og tapið fyrir Króatíu í Zagreb sveið sárt. Tapið sem þýddi að draumurinn um sæti á HM í Brasilíu var úti. „Fyrstu tvær vikurnar eftir leikinn hugsaði ég um þetta á hverjum degi,“ segir Gylfi sem gekk af velli með tár í augunum. „Það er grátlegt hvað við vorum nálægt þessu.“ Nú geti hann hins vegar litið stoltur um öxl og hann telur sig og félaga sína hafa lært mikið af tapinu í Zagreb. Mikið hafi unnist á árinu, umfjöllun og stemning í kringum landsliðið sé á mun jákvæðari nótum en áður og miklu skemmtilegra sé að koma heim í leikina.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
„Ég er í þessu til að byrja en ekki til að koma inn á. Vonandi verður þetta jákvæð breyting,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn og félagar hjá Tottenham Hotspur sáu á eftir stjóra sínum, Portúgalanum Andre Villas-Boas, í vikunni. 5-0 tap fyrir Liverpool á heimavelli var kornið sem fyllti mælinn en liðið hafði áður tapað 6-0 fyrir Manchester City. „Það var komin smá pressa á kallinn strax eftir fyrstu leikina á tímabilinu,“ segir Gylfi. Hann minnir á að þótt liðið hafi verið að ná í þrjú stig hafi sigrarnir margir hverjir verið tæpir. „Svo koma City- og Liverpool-leikirnir. Ég held að þeir hafi klárað dæmið hjá grey kallinum.“ Tim Sherwood, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara Spurs í tíð Villas-Boas, stýrir liðinu þangað til annað breytist. Hann hefur stýrt þremur æfingum í vikunni og er Gylfi ánægður með gang mála. Lagt sé upp með að spila sóknarbolta og pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Tími er til kominn að mati Gylfa. „Við vorum að spila of hægan bolta. Þetta var of mikið dútl,“ segir miðjumaðurinn. Ekki fór vel í fyrsta leik Spurs undir stjórn Sherwoods. Liðið féll úr deildabikarnum gegn West Ham á heimavelli. Hið jákvæða við leikinn var sú staðreynd að Gylfa var falið það hlutverk að taka allar aukaspyrnur og hornspyrnur Spurs í leiknum.Mynd/NordicPhotos/GettySnýst ekki um frekju Sumir hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og sagt Gylfa einfaldlega ekki nógu frekan þegar Andros Townsend, Kyle Walker og aðrir liðsfélagar stíga fram og virðast fá sitt fram. „Þetta snýst ekkert um hver er frekastur,“ segir Gylfi og hlær. „Stjórinn valdi alltaf fyrir leiki hver ætti að taka spyrnurnar. Það er lítið hægt að segja við því.“ Hann vonast samt til að hlutverkið í leiknum gegn West Ham sé vísbending um það sem fram undan sé. Gylfi Þór hefur verið í sérstaklega litlu hlutverki í kjölfar umspilsleikjanna gegn Króatíu. Velta má fyrir sér hvort honum myndi henta að fara til annars liðs á láni. Það reyndist honum vel er hann var úti í kuldanum hjá Hoffenheim í Þýskalandi og var lánaður til Swansea. Þremur mánuðum síðar var Gylfi valinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrstur Íslendinga. „Nei, það gerist nú ekki,“ segir Gylfi og markmiðið er jafnskýrt og áður. Að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Tímabilið hafi byrjað vel. Hann skoraði þrjú mörk í deild og eitt í bikar. „Eftir það fékk ég lítið að spila og það er mjög pirrandi,“ segir Gylfi Þór. Hann segist vera í fínu formi og vonast til að fá að spila meira á miðjunni en ekki úti á vinstri kanti.Tekur á að hanga á kantinum „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef spilað á miðjunni. Það er allt í lagi að leysa af á kantinum í tvo eða þrjá mánuði ef einhver meiðist. En að vera þar í eitt og hálft ár tekur svolítið á,“ segir landsliðsmaðurinn.Mynd/VilhelmÁrið sem senn er á enda hefur verið sérstaklega gæfuríkt fyrir okkar mann. Hann fór mikinn með Tottenham auk þess að fara fyrir karlalandsliðinu sem náði sínum besta árangri. Allt tekur þó enda og tapið fyrir Króatíu í Zagreb sveið sárt. Tapið sem þýddi að draumurinn um sæti á HM í Brasilíu var úti. „Fyrstu tvær vikurnar eftir leikinn hugsaði ég um þetta á hverjum degi,“ segir Gylfi sem gekk af velli með tár í augunum. „Það er grátlegt hvað við vorum nálægt þessu.“ Nú geti hann hins vegar litið stoltur um öxl og hann telur sig og félaga sína hafa lært mikið af tapinu í Zagreb. Mikið hafi unnist á árinu, umfjöllun og stemning í kringum landsliðið sé á mun jákvæðari nótum en áður og miklu skemmtilegra sé að koma heim í leikina.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira