Vann fyrir Victoriu Beckham í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 09:30 Eydís Helena Evensen er að gera góða hluti í fyrirsætugeiranum í London. Hún vann meðal annars fyrir Victoriu Beckham og tók lagið með henni. fréttablaðið/valli „Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“ RFF Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“
RFF Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira