Darri í Dexter, pabbastelpa og AA-samtökin 19. desember 2013 00:01 Með umtöluðustu greinum á árinu. Margar fréttir vöktu mikla athygli og umtal hér á Lífinu á Vísi á árinu sem er að líða. Við tókum saman nokkrar af þeim sem flugu hvað hæst.Tanja Ýr og stelpurnar í Ungfrú Ísland.Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Hildur Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti, Karítas Maren Sveinsdóttir í því þriðja og Hildur María Leifsdóttir landaði fjórða sætinu. Þá var Bryndís Hera Gísladóttir í fimmta sæti en hún var einnig valin púkastelpa keppninnar.Darri Ingólfsson.Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Darri Ingólfsson er búinn að koma sér á kortið í Hollywood. Hlutverk hans í nýjustu seríunni af Dexter er ansi veigamikið og opnar vafalaust margar dyr fyrir leikarann sem hefur verið búsettur í Los Angeles síðastliðin fjögur ár.Darri þekkti ekki nokkurn einasta mann í Hollywood þegar hann flutti út en með þrautsegju og harki hefur honum smátt og smátt tekist að koma sér inn á rétta fólkið og nú loksins er árangurinn farinn að skila sér.Jórunn Guðrún Hólm.Slapp naumlega - varð undir 15 tonna vöruflutningabíl „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig," segir Jórunn Guðrún Hólm.Margrét með pabba sínum, Bjarna Benediktssyni, á góðri stund.Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi," segir Margrét Bjarnadóttir, dóttir fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar. Ágústa Eva Erlendsdóttir.Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn.Sigurður Steinþórsson.Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.„Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum,“ segir Sigurður meðal annars í pistlinum. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Margar fréttir vöktu mikla athygli og umtal hér á Lífinu á Vísi á árinu sem er að líða. Við tókum saman nokkrar af þeim sem flugu hvað hæst.Tanja Ýr og stelpurnar í Ungfrú Ísland.Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Hildur Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti, Karítas Maren Sveinsdóttir í því þriðja og Hildur María Leifsdóttir landaði fjórða sætinu. Þá var Bryndís Hera Gísladóttir í fimmta sæti en hún var einnig valin púkastelpa keppninnar.Darri Ingólfsson.Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Darri Ingólfsson er búinn að koma sér á kortið í Hollywood. Hlutverk hans í nýjustu seríunni af Dexter er ansi veigamikið og opnar vafalaust margar dyr fyrir leikarann sem hefur verið búsettur í Los Angeles síðastliðin fjögur ár.Darri þekkti ekki nokkurn einasta mann í Hollywood þegar hann flutti út en með þrautsegju og harki hefur honum smátt og smátt tekist að koma sér inn á rétta fólkið og nú loksins er árangurinn farinn að skila sér.Jórunn Guðrún Hólm.Slapp naumlega - varð undir 15 tonna vöruflutningabíl „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig," segir Jórunn Guðrún Hólm.Margrét með pabba sínum, Bjarna Benediktssyni, á góðri stund.Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi," segir Margrét Bjarnadóttir, dóttir fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar. Ágústa Eva Erlendsdóttir.Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn.Sigurður Steinþórsson.Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.„Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum,“ segir Sigurður meðal annars í pistlinum.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira