Rás 1 Páll Magnússon skrifar 16. desember 2013 06:00 Þeir sem staðið hafa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í tólf gömlum vindstigum að suðaustan vita að það þýðir ekki að tala við fólk beint upp í þannig bálviðri. Orðin feykjast bara aftur fyrir mann. Núna vona ég að það sé lag til að segja þó ekki væri nema þetta: Það er ekki verið að leggja niður Rás 1. Það er ekki verið að rífa hana á hol. Það er ekki verið að slökkva á menningarvitanum. Það er heldur ekki verið að breyta meginstofni Rásar 1; inntaki hennar né eðli. Dagskrárstefna hennar, hlutverk, upplegg og innihald verður áfram hið sama. Áfram verða flutt útvarpsleikrit. Áfram verða lesnar útvarpssögur. Áfram verða flutt ljóð. Áfram verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Áfram verður fjallað um menningar- og samfélagsmál í vönduðum þáttum. Áfram verður flutt tónlist af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Áfram verða tíndar upp úr gullkistu Rásar 1 gersemar frá liðnum tíma til að tengja saman nútíð og fortíð. Áfram verða líka fluttar dánarfregnir og upplýsingar um jarðarfarir. Og tilkynningar um félagsvist á Hólmavík og Raufarhöfn. Og jólakveðjur. Í stuttu máli: Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verður hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýrari umgjörð og spjara sig með færra starfsfólki en áður. Eins og allir aðrir þættir í starfsemi Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem staðið hafa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í tólf gömlum vindstigum að suðaustan vita að það þýðir ekki að tala við fólk beint upp í þannig bálviðri. Orðin feykjast bara aftur fyrir mann. Núna vona ég að það sé lag til að segja þó ekki væri nema þetta: Það er ekki verið að leggja niður Rás 1. Það er ekki verið að rífa hana á hol. Það er ekki verið að slökkva á menningarvitanum. Það er heldur ekki verið að breyta meginstofni Rásar 1; inntaki hennar né eðli. Dagskrárstefna hennar, hlutverk, upplegg og innihald verður áfram hið sama. Áfram verða flutt útvarpsleikrit. Áfram verða lesnar útvarpssögur. Áfram verða flutt ljóð. Áfram verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Áfram verður fjallað um menningar- og samfélagsmál í vönduðum þáttum. Áfram verður flutt tónlist af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Áfram verða tíndar upp úr gullkistu Rásar 1 gersemar frá liðnum tíma til að tengja saman nútíð og fortíð. Áfram verða líka fluttar dánarfregnir og upplýsingar um jarðarfarir. Og tilkynningar um félagsvist á Hólmavík og Raufarhöfn. Og jólakveðjur. Í stuttu máli: Rás 1 heldur áfram að vera Íslendingum að inntaki allt það sem hún hefur verið þeim í 83 ár. Hún verður hins vegar að laga sig að minni fjárráðum, búa sér ódýrari umgjörð og spjara sig með færra starfsfólki en áður. Eins og allir aðrir þættir í starfsemi Ríkisútvarpsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar