SA vill semja um kjaraskerðingu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífsins að ramma fyrir svokallaðan aðfarasamning til 8-12 mánaða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamnings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöðugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun prósentuhækkunum. Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almennum launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verðbréfamarkaði eða eru á leið í skráningu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árslaunum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðshreyfingin aldrei skrifa.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar