Sjötíu ár í vinnslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 09:20 Frozen hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Teiknimyndin Frozen frá Walt Disney verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hún er að hluta til byggð á ævintýrinu Snædrottningunni eftir Hans Christian Andersen og fjallar í grunninn um baráttuna milli góðs og ills. Aðalpersónurnar eru ungur maður og kona, Anna og Kristján, sem leggja upp í ævintýri til að finna systur Önnu, snædrottninguna Elsu, sem er bundin þeim álögum að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hugmyndin að Frozen kviknaði í raun fyrst árið 1943. Þá íhuguðu Walt Disney og Samuel Goldwyn að vinna saman að mynd um Hans Christian Andersen sem myndi innihalda stuttar teiknimyndir byggðar á sögum hans, þar á meðal mynd um Snædrottninguna. Walt og teiknarar hans lentu hins vegar í vandræðum því að þeir fundu ekki leið til að útfæra ævintýrið. Þetta, ásamt öðru, leiddi til þess að hætt var við verkefnið. Walt Disney Feature Animation byrjaði aftur á útfærslu af Snædrottningunni seint á tíunda áratugnum eftir velgengni flestra teiknimynda fyrirtækisins. Hins vegar var hætt við verkefnið seint á árinu 2002. Margir reyndu að blása lífi í ævintýrið en Michael Eisner, þá forstjóri og stjórnarformaður hjá Walt Disney, bauð fram stuðning sinn og stakk upp á að verkefnið yrði unnið með John Lasseter hjá Pixar Animation Studios. Verkefnið var tekið upp aftur árið 2008 en gekk þá undir nafninu Anna and the Snow Queen en aftur var Snædrottningin blásin af árið 2010 þegar aðstandendurnir gátu með engu móti útfært persónu drottningarinnar. Eftir að teiknimyndin Tangled sló í gegn árið 2010 tilkynnti Disney nýjan titil á Snædrottningunni. Hún skyldi heita Frozen og yrði frumsýnd 27. nóvember árið 2013. Þetta var tilkynnt í desember árið 2011 og mánuði seinna var staðfest að myndin yrði tölvugerð í stereóskópískri þrívídd en ekki handteiknuð eins og hugmyndin hafði verið. Í mars í fyrra kom svo í ljós að Chris Buck, sem leikstýrði Tarzan og Surf‘s Up, myndi leikstýra og John Lasseter og Peter Del Vecho settust í framleiðandasætið. Sem betur fer náði verkefnið loksins að verða að veruleika því myndin hefur farið sigurför um heiminn og hafa gagnrýnendur líkt henni við goðsagnakenndar teiknimyndir á borð við The Little Mermaid, Beauty and the Beast og The Lion King.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira