Verjum aukinn hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum Eygló Harðardóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun